Fróðleikskorn.....

Glata Íslendingar forræði yfir fiskimiðum landsins við inngöngu í ESB? Nei, en ákvörðun um kvóta og fiskveiðihimildir yrði tekin í Brussel, samkvæmt rannsóknum og ráðleggingum íslenskra sérfræðinga. Íslendingar eru sú þjóð sem hefur mesta hefð og reynslu af veiðum við landið. Hefðarrétturinn er mjög sterkt hugtak og mun stjórna því að Ísland hefði óskorað forræði yfir fiskimiðunum. Einnig hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að gera mætti landhelgi Íslands að sérstöku stjórnunarsvæði, sem Íslendingar myndu stjórna.Við Ísland eru aðeins 15% af fiskistofnunum flökkustofnar  og við semjum nú þegar um nýtingu þeirra við t.d. ESB og Noreg. Um 85% af fiskistofnunum okkar eru staðbundnir. Því myndi ESB með Íslendinga innanborðs alltaf úthluta öllum fiskveiðikvóta til þeirra sem eiga veiðireynslu úr þeim staðbundnu stofnum  og það eru aðeins við, Íslendingar. Þetta er sú meginregla í auðlindastefnu Evrópusambandsins byggir á. Henni verður ekki breytt því það myndi ganga gegn þjóðarhagsmunum margra aðildarþjóða. ESB snýst um samvinnu 27 landa og hefur aldrei gengið á þjóðarhagsmuni aðildarþjóða sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er auðvitað hárrétt hjá þér Jón og þettaer sá sannleikur sem LÍÚ vill alls ekki að haldið sé á lofti. Þess vegna eigum við sem viljum að sannleikurinn sé sagður um þessi mál, skrifa um hann aftur og aftur og aftur svo hann síist inn í fólkið í landinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.3.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir þennan fróðleiksmola... maður er alltaf varaður við því að fiskveiðar og landbúnaður muni leggjast af á Íslandi eða verða stjórnað alfarið af útlendingum ef maður viðrar þá skoðun að það sé allt í lagi að skoða hvernig samningi væri hægt að ná við ESB...

Brattur, 1.3.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband