Ekkert grín!

Umferðarslys og ófærð eru alvörumál.  Mér finnst algjörlega óviðeigandi að hafa slíkt í flimtingum.

Þær fregnir bárust íbúum Norðausturs í svæðisbundinni útsendingu útvarps Akureyrar og Egilsstaða að björgunarsveitin á Fljótsdalshéraði hefði aðstoðað konu frá Seyðisfirði á föstudaginn, sem hefði verið föst á heiðinni á för sinni í snyrtingu á Egilsstöðum.  Var fréttin sögð með bros á vör og glettnisglampa í augum hinnar ágætu konu sem þar talaði.

Þennan sama dag fór sjúkrabíllinn á Seyðisfirði upp á Egilsstaði með sjúkling. Bíllinn kom til baka úr þessari ferð eftir 7 tíma. 

Langflestir sem eiga leið yfir Fjarðarheiði eru að fara í brýnum erindagjörðum.  Margur vegna vinnu. Sumir eru að fara til læknis.  Mér finnst alls óviðeigandi að björgunarsveitin á Héraði sé að senda frá sér upplýsingar sem má túlka á þann veg að það sé í mörgum tilvikum óþarfi að hafa veginn um Fjarðarheiði opinn.

Viðeigandi væri að svæðisútvarpið, sem við Austfirðingar höfum mótmælt lokun á, ljúki ferli sínum með því að fjall á ábyrgan hátt um ýmislegt sem snertir líf fólks á svæðinu og geri grína að einhverju öðru en þeim vanda sem ferðir yfir Fjarðarheiði eru fyrir þá fjölmörgu sem eiga brýn erindi um heiðina.  

Eins harma ég þennan húmor björgunarsveitamanna á Egilsstöðum.  Björgunarsveitin á Seyðisfirði fer í nánast öll útköll sín á Fjarðarheiði. Til að aðstoða vegfarendur. Ég hef aldrei heyrt þá dreifa gríni um fólkið sem þeir þurfa að aðstoða.


mbl.is Níu fluttir á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek algjörlega undir þetta hjá þér, Jón Halldór

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 12:10

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hefði ekki verið tala svona um karlmann sem hefði verið að fara í klippingu, eða hvað. Þetta er mjög þörf ábending Jón. Ég tek heils hugar undir hana eins og Gunnar hér að ofan.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 00:09

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Trúlega er rétt að það hefði aldrei verið gert grín að karlmanni sem var að fara upp eftir í klippingu.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.2.2010 kl. 13:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona kyngreining eftir eðli vandamáls er óþolandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.2.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband