Frábærar fréttir!

Frábært að fá að vita þetta. Átti Davíð kannski engan þátt í að selja ríkisbankana? Og hvað þá að velja "kaupendurna"? Og var hann kannski ekki seðlabankastjóri þegar Icesave vandinn varð til? Var Hrunið kannski bara draumur, en ekki afleiðing stjórnarstefnu Davíð Oddssonar?
mbl.is Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Þorsteinsson

Davíð vissi auðvitað hvernig málin stóðu, og er aðalorsakavaldur að Efnahagshruninu, ásamt hugmyndafræðingnum Hannesi Hólmsteini.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lugu því til að inn kæmi fjármagn fyrir bankana. Það reyndist lygi, og þetta voru bara helmingaskipti, sukk og svínarí að vanda.

Erlingur Þorsteinsson, 5.2.2010 kl. 08:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem Seðlabankastjóri var lítið sem hann gat gert til að stoppa IceSave. Hinsvegar var ein fyrirstaða sem hann fjarlægði, þegar hann afnam bindiskyldu á reikningum í erlendum útibúum. Þetta gerði það að verkum að það voru aldrei til neinir peningar til vara svo hægt væri að standa í skilum með úttektir af reikningum. Aðili sem tekur aðeins við innlánum en hefur engan varasjóð til reiðu svo hægt sé að greiða úttektir og fæst því eingöngu við útgáfu og sölu lánsloforða er ekki banki heldur svikamylla. Svo ég viti þá hefur engum nema Landsbankamönnum tekist sú "snilld" að stofna bankarekstur með ekkert eigið fé, og þar með enga eigin áhættu.

Þetta er í eðli sínu svipað athæfi og þegar fólk verður sér úti um lausafé með því að gefa vísvítandi út innstæðulausar ávísanir í von um að geta lagt samsvarandi upphæð inn á reikninginn áður en þær verða innleystar. Svoleiðis falsanir geta endað á tvo vegu: a) "snillingurinn" er annað hvort nógu ábyrgur eða heppinn að geta lagt inn á reikninginn áður enn ávísanirnar skila sér í bankann, og heldur e.t.v. uppteknum hætti þar til b) hann stingur af með það reiðufé sem hann hefur upp úr krafsinu og lætur ávísanirnar skoppa (eins og gúmmí). Munurinn er hinsvegar sá að ávísanafalsarinn getur átt á hættu að lenda í fangelsi, en Landsbankinn... sjáum til.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2010 kl. 10:03

3 identicon

Fyrirgefið, en segjum svo að einhver selur bíl til vina sinna já allir

sammála um á gjafverði.

Þeir sem "kaupa" bílinn nota hann svo til að ræna banka. Það að eignast

bíllinn gerir útslagið að þeir geti framið ránið, er þá sá sem seldi þeim

bílinn sökudólgur af því að án bílsins hefðu þeir aldrei getað rænt

bankann? Þessi röksemdarfærsla sem búið er að tyggja á gengur alls ekki

upp.

Aðgangsorðin að fjárhirslum bankanna var að finna í reglugerðum sem EES-

samningurinn innleiddi +ákafan brotavilja, það tengist sjórnarstefnu Davíð

ekki neitt.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 10:39

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Algjört aðhaldsleysi í ríkisfjármálum og lánsfjármálum undir stjórn Davíðs Oddssonar er lykillinn að þvi hve illa fór. Sorrý, bara mín skoðun og kannski einhverra annarra.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.2.2010 kl. 12:28

5 Smámynd: Brattur

Það voru ekki bara einhverjir sem keyptu bankana, nei það voru flokksgæðingar sem aldrei höfðu rekið banka, enda kunnu þeir það ekki og settu þá á hausinn á mettíma... og fengu lán til þess sem þeir greidd aldrei !!!

Í allri umræðunni um Icesave er varla minnst á gjaldþrot Seðlabankans sem þó er stærri biti fyrir ísensku þjóðina heldur en Icesave skuldirnar...

Algjörlega sammála þér Jón Halldór hverjir bera ábyrgð á hruninu.

Brattur, 6.2.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband