Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2011 | 16:32
Um vextina og fleira.
Varla mun aukast ábyrgðin
þó að ærist náhirðin
Dragðu Davíð á annes
druslan þín Hannes
Nú heyrast þau fleiri, jáyrðin.
Viðtal: Óvíst að vextir hækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 14:32
Svaðilför í svaka góðu færi!
Fjarðarheiði er sögð vera vel fær samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar í dag.
Vörubílsstjóri sem var að koma yfir heiðina sem er að ferja vörubíl til útflutnings með ferjunni sagði farir sínar ekki sléttar af för sinni um Fjarðarheiði.
Er hann var að silast upp efri brekkurnar í Norðurfjallinu á litlum hraða kemur á móti honum jeppabifreið sem rann í hálku framan á bílinn og skemmdi framhorn farþega megin. En hlið jeppans er all skemmd.
Ekki var raunum mannsins lokið með þessu. Á heiðinni var mikið kóf svo hann sá ekki mann sem stóð við bíl sinn og var að hreinsa framrúðuna og taldi litlu hafa munað að hann hefði keyrt yfir manninn.
Í dag kom ferjan Norröna með 6 bíla og nokkra farþega sem nú bíða tækifæris að komast yfir heiðina. Heiðin er sögð vera vel fær öllum bílum, en er það auðvitað ekki, því ekki eru allir bílar sem koma erlendis frá vel búnir á negldum hjólbörðum og ökumennirnir flestir alls óvanir svona erfiðum aðstæðum sem eru á Fjarðarheiði.
Heiðin er fljúgandi hál undir snjólagi og skafrenningur og ofankoma.
Skráð af Árna Elíssyni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2011 | 17:58
Blessaði Guð Ísland?
Davíð Oddsson sem stjórnað hafði útrásinni og efnahagsmálum Íslands í áratugi, sagði þegar hann horfði fram á ástandið að staðan væri svo alvarleg að þjóðin og stjórnmálaflokkarnir þurftu að taka höndum saman allir sem einn til að forða þjóðargjaldþroti og sárri neyð í landinu.
Síðan hafa orðið stjórnarskipti og ýmislegt gengið á, en ekki hefur þjóðin náð samstöðu eða séð grunnlausnir sömu augum.
Oft finnst mér að núverandi ríkisstjórn sé gagnrýnd harkalega af stjórnarandstöðunni og öðrum, eins og að það sé meitiháttar skandall að þjóðin sé ekki komin yfir alla erfiðleika sem hrunið olli.
Guð hafi átt að blessa Ísland og þá væri bara allt í lagi.
Þeir sem aðhylltust þá stefnu sem leiddi okkur út í þessa erfiðleika, ættu fremur að endurskoða sinn hug, en reyna stöðugt að kenna núverandi ríkisstjórn að vera ekki í dag búinn að vinna úr þeirri stöðu sem við lentum í fyrir tveimur árum.
Ég held að Guð hafi blessað Ísland og Íslenska þjóð. Við höfum náð mörgum skrefum í þá átt að byggja upp samfélagið okkar á ný, þó enn vanti mikið upp á að almenningur endurheimti þau lífskjör sem voru og forsendur eru til að vera.
Stórlækkaðir vextir, minni skuldir ríkisins en búast mátti við, sterkara gengi, góð staða sjávarútvegs, ferðaþjónustu og stóriðju, þetta eru allt jákvæðir þættir sem bent hefur verið á. Velferðarkerfið hefur verið varið eftir föngum og hækkun skatta hefur ekki verið á kostnað hinna tekjulægstu.
Sem betur fer er ástandið í okkar þjóðfélagi í dag betra en búast mátti við þegar Geir mælti hin frægu orð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010 | 09:44
Pókermót í gangi ?
Icesave málið minnir á pókermót. Bjarni Ben var með sinn mann þegar spilin voru gefin. Eigi að síður þarf hann að fara alveg yfir spilið áður en hann ákveður hvort hann leggur meira undir, eða réttara sagt getur nokkuð sagt um það sem honum finnst. Það kemur svo vel út.
Its poker time!
Fjárlaganefnd fundar um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010 | 09:40
Ábyrgir menn, sjálfstæðismennirnir!
Óvíst að ríkið ráði við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 12:09
Um refi í borginni.
Mætti tófu við Stórhöfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 11:59
Sigmundur D og Bjarni B í keppni!
Í óábyrgum málflutningi og loddaraskap.
Ég held að það sé að renna upp fyrir almenningi hversu gríðarlega vel Jóhanna og Steingrímur eru að standa sg í að koma þjóðarskútunni í gegnum fárviðrið.
Og það þrátt fyrir að leiðtogar hrunflokkanna geri allt til að reyna að láta stjórnarflokkan líta illa út. Það verður æ erfiðara fyrir fjölmiðlana að spila með stjórnarandstöðunni, eins og þeir hafa gert.
Áttum kost á Icesave-samningi í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2010 | 08:45
Loddaraskapur tækifærissinna.
Svona viðbrögð stjórnarandstöðu lýsa fullkomnu ábyrgðarleysi.
Ekki í umboði stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2010 | 08:43
Margir frambjóðendur!
Þetta hlutfall þeirra sem fengu engan fulltrúa af þeim sem kusu inn á þing er hærra en maður hefði áætlað. Þó grunar mig að margir hafi kosið mun færri en hina 25 sem heimilt var að kjósa. Á dögunum fyrir kosninguna kom oft fram að heimilt væri að kjóisa fáa, jafn vel einn frambjóðanda.
Það segir sig sjálft að þegar 522 voru í framboði, þá eykur þetta líkurnar á því að þú fáir engan mann inn, af þeim sem þú kaust.
Ég hef einnig trú á því að margir sem kusu hafi kosið fólk af sínu landssvæði. Það voru til dæmis nokkrir austfirðingar í framboði og enginn þeirra komst inn. Þetta sýnir að íbúar annarra svæða hafa kosið fólk af sínu landsvæði. Austfirðingar hafa einnig gert það, en alls ekkki í nægilega miklum mæli, eða að þeir hafa ekki flykkt sér um sömu frambjóðendurna af sínu svæði.
Mikið hefur verið fjasað um að þátttakan í þesari kosningu hafi verið dræm. Ég er sammála því. En miðað við hve mikinn yfirlestur og pælingu þurfti til að kynna sér alla þessa frambjóðendur, og hversu flókið og illa kynnt kosningin var að flestu leyti, þá er engin furða að þátttakan hafi ekki verið betri. Hinir fjölmörgu umræðuþættir í RUV á besta tíma fyrir allar almennar kosningar í landinu voru ekki til staðar, það var ekki nema einn uppbyggilgeur þáttur á þeim miðli til að kynna kosninguna, sem var reyndar að mér fannst mjög vel heppnaður.
44% fengu ekki fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010 | 19:25
Klassísk viðbrögð hjá röngum manni í stjórnarandstöðu. Slitin plata.
Viðbrögð Bjarna Benediktssonar eru ótrúlega fyrirsjáanleg viðbrögð stjórnarandstöðuleiðtoga sem reynir stöðuagt að benda á að það sem stjórnin er búin að gera sé ekki nóg eða ekki gert á réttum tíma.
Mér sýnist að Bjarni og Sigmundur Davíð séu að vera búnir að brenna upp trúverðugleika sinn sam alvöru stjórnmálamenn. Bjarni hefur þó annað slagið verið með uppbyggilega gagnrýni, en ekki að þessu sinni.
Núna þegar heildstæðar lausnir til að stórbæta afkomumöguleika flestra heimila eru kynntar, þá er afar klaufalegt að tuggast á því að þetta sé á röngum tíma.
Því miður fyrir Bjarna er hann að þessu sinni að verða rangur maður á röngum stað.
Töfin kostaði milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 134443
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar