31.5.2010 | 16:38
Búum til besta bæinn á landinu!
Ég var að kynna mér stefnu Besta flokksins. Þar segir:
"Ég er með í að byggja upp borg sem er gaman að búa í alveg sama hvort þú ert lítill eða stór, gamall eða ungur, fatlaður eða skrýtinn. Borg sem er manneskjuleg og þar sem það er ekki alltaf verið banna manni allt. Borg þar sem maður getur hjólað um, öruggur fyrir bílum og svifryki. Borg þar sem maður getur slakað á með börnunum sínum og gert eitthvað skemmtilegt. Eitthvað annað en bara Ævintýraland í Kringlunni og Boltaland í Ikea. Borg þar sem peningunum er eytt í skemmtilega og skynsama hluti, ekki eitthvað bull."
Ég sé að ef Besti hefði ekki unnið í Reykjaík myndu svona 40% af Reykjvíkingum hafa flutt til Seyðisfjarðar, því að sumu leyti er Seyðisfjörður bær, þar sem maður getur gert fullt af skemmtilegum hlutum, peningunum er helst ekki eytt í bull, nema kannski smá.
En samt. Ég legg til að við hugsum um að stjórna bænum með mannúð og vellíðan fólks sem markmið og búum til enn betri bæ á Seyðisfirði. Ég held að fólkið hér í bæ vilji það í raun. Þó við látum stundum hafa áhrif á okkur og einhver reyni að hræða okkur með einhverju sem skiptir bara engu máli frekar en einhver glansmynd sem er bara grá. Grá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 09:38
Er hægt að gera "undo" á Hrunið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 15:17
Góðar fréttir frá Leeds!
Schmeichel til liðs við Leeds United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2010 | 18:51
Gömul mýta niður kveðin.
Allt frá því að ég fór að fylgjast með stjórnmálaumræðu fyrir um 40 árum hafa sjálfstæðismenn gumað af því að eini stjórnmálaflokkurinn sem getur stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar væri sjálfstæðisflokkurinn.
Nú á þessum og síðustu og verstu tímum hefur þetta verið afsannað svo rækilega að þetta er hreint öfugmæli. Mér sýnist efnahagsmódel sjálfstæðisflokksins lagt fjármálakerfi landsins í rúst. Nema þetta hrun sé um að kenna þeim einstaklingum sem voru í lykilstöðum. Ekki er það betra.
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2010 | 10:59
Skugga minnst.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Skugga lítillega við störf við tollgæslu.
Skuggi var prúður í framkomu og venjulega mjög hlýðinn yfirmanni sínum og virkilega áhugasamur og natinn í störfum.
Skuggi gerði aldrei launakröfur, heldur ávann hann sér virðingu starfsmanna með góðri frammistöðu og alúðlegri framkomu.
Skuggi heitinn fór á eftirlaun fyrir nokkru síðan. Hann átti aldrei því láni að fagna að komast á 95 ára regluna, en það hefði hann svo sannarlega átt skilið.
Þeir sem tóku við kyndlinum og halda uppi merki fíkniefnaforvarna á Íslandi í dag, þeir drjúpa höfði og minnast Skugga.
Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 00:48
Sanngirni, réttlæti, jöfnuður
Þetta eru meðal þeirra gilda sem almenningur á Íslandi horfir nú í dag til. Dansinn í kringum gullkálfinn endaði með skelfilegum Hrunadansi, eins og allir hljóta að vera sammála um.
Þegar blaðað er í skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að á öllum stigum, nánast í öllum aðalhlutverkum Hrunsins, sem er harmleikur í allmörgum þáttum, eru stórstirni Heimdallar, Sjálfstæðisflokks og Vöku. Þeir eru þar bæði gerendur og sofandi eftirlitsaðilar, sem treystu á ágæti fjármagnsaflanna.
Þetta orðaði ágætur krataskratti á Austurlandi svo um nýliðin áramót svo ágætlega:
"Það er afl fjármagnsins sem því miður virðist alltaf leiða menn af réttri leið. Mikill vill meira Margur verður af aurum api Þessi gömlu íslensku máltæki eru í góðu gildi og hafa kannski aldrei átt betur við en nú. "
Greinilegt er að almenningur hefur í dag lítið traust á þeim aðilum sem áttu að gæta hagsmuna okkar. Hætt er við að í komandi sveitarstjórnarkosningum muni kjósendur eiga erfitt með að kjósa eina ferðina enn einstaklinga sem ábyrgir eru fyrir því að koma okkur í þessi miklu vandræði.
Að minnsta kosti þeim frambjóðendum sem sátu á þingi og hlýddu ekki fjölmörgum varnaðarorðum og brugðust þjóðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2010 | 08:29
Ekki séns!
Ekki séns að Gordon Brown eigi möguleika eftir þessa yfirlýsingu.
Cameron er Eton yfirstéttar pinni, en Brown, þessi durtur á ekki séns.
Mér finnst Brown leiðinlegur, en Cameron, er til meiri smeðja?
Simon Cowell styður Cameron | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 11:29
Þá er Hrunið komið til Eyja.
Hrun í Bjarnarey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 09:02
1. maí. Kröfur dagsins!
Lenti á morgunverðarfundi í gær og þar sameinuðust menn um kröfur dagsins:
1. Krafan: "Við viljum hærri laun" á að vera sjálfsögð í verkalýðshreyfingunni, en ekki bannorð eins og virðist vera í dag. Verkalýðshreyfingin á að berjast fyrir bættum kjörum launþega sinna. Hærri laun, betri menntunartækifæri, réttindamál, aðbúnaður, félagslegt umhverfi.
2. Krafan: Við viljum atvinnu og lægri vexti á að vera setning sem allir sem láta sig verkalýðsmál einhvers varða segja á hverjum degi. Verkalýðshreyfingin á að vera andstæðingur auðmanna í landinu og heimta tafarlausa vaxtalækkun og afnám verðtryggingar. Ekkert, ekkert, ekkert er mikilvægara fyrir félagsmenn verkalýðshrefingarinnar, til að lækka húsnæðiskostnað og auka fjárfestingar og þar með vinna gegn atvinnuleysi.
3. Við viljum einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Tryggt verði að þeim sjóði verði stjórnað af fulltrúum sjóðfélaga og fyrrverandi sjóðfélaga. Lífeyrisréttindi eiga að vera samræmd á alla landsmenn og greidd úr einum lífeyrissjóði. Sá sjóður mun hafa miklu minni kostnað við yfirbyggingu, en nú er. Í núverandi lífeyriskerfi eru sjóðirnir að reyna að fá góða ávöxtun til að tryggja framtíðarréttindi sjóðfélaga sinna. En í hvað fara vextirnir? Í stjórnun, umsýslu og nú síðast í hrikalegar afskriftir vegna gjaldþrota, eins og kunnugt er. En það er ekki það stærsti gallinn við kerfið. Stærsti gallinn er að verkalýðsforkólfar sem einnig eru í lífeyrissjóðunum um allar koppagrundir, eru stuðningsmenn hávaxta og verðtryggingar. Hvað er það, annað en fáránlegt?
4. Þjóðin á að njóta arðsins af landsins gæðum. Rétturinn til að anda að sér hreinu lofti og drekka ómengað vatn er ekkert sjálfsagður. Þetta er því mannréttindi sem verður að standa vörð um. Þjóðin á að njóta arðs af landsins gæðum. Þess vegna er brýnt að löggjöf um sjávarútvegsmál, orkumál, vatnsréttindi, og önnur löggjöf um nýtingu landsgæða sem eru í almannaeigu, tryggi þjóðinni arð af eign sinni, en ekki hluta hennar eða erlendum stórfyrirtækjum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 12:17
Boltasumarið 2010 á Austurlandi. Spádómar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar