Orð skulu standa!

Mér finnst afar illa til fundið fella þennan þátt út af dagskrá útvarpsins.

Þátturinn er afar skemmtilegur og að ég tel menningarleg skemmtun.

Nú fyrir stuttu síðan datt ég inn á þátt á rás 2 sem nefnist Nei hættu nú alveg. Það er þáttur í umsjá hins geysivinsæla fjölmiðlamanns Villa Naglbíts og er sá þáttur lélegt eftiröpun af þættinum Orð skulu standa.  Spurningarnar afar ómarkvissar og er þátturinn þess vegna eingöngu einkaflipp umsjónamanns og gesta, þar sem þeir gantast og flissa saman góða stund.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð viðbrögð Halldórs.

Að mínu mati eru viðbrögð Halldórs góð byrjun á því að kirkjan taki til í sínum ranni.

Ég hef orðið þess var undanfarna daga að fjöldi venjulegs kristins fólks íhugar að segja sig úr þjóðkirkjunni.  Ég hef reynt að spyrja hvað það er nákvæmlega sem fólk sættir sig ekki við og þá er svarið að bæði þessi frétt um brot okkar gamla biskups og aðkoma núverandi biskups séu óviðunandi. Þjóðin unir ekki setu í slíkri stofnun, ef kirkjan sýnir ekki í verki að hún líður ekki svona ofbeldi og hún á að standa fortakslaust með brotaþolum.

Nú er alveg rétt að ræða aðskilnað ríkis og kirkju, og kunna að hníga að því mikil rök. Ef þjóðkirkjan tekur ekki á þessum málum mun þjóðin sjá sjálf um málið og segja sig úr þjóðkirkjunni.

Ég hef áhyggjur af þesi öldu úrsagna úr þjóðkirkjunni sem gæti risið hátt vegna þeirrar samfélagsþjónustu sem kirkjan rækir í samfélagi okkar.

Við úrsögn okkar fær kirkjan minni tekjur og það munar um minna í fámennum samfélögum. Kirkjan á staðnum er eftir sem áður opin viðkomandi til að skíra, ferma börn, fylgja aðstandendum til grafar og svo framvegis. Hún hefur bara minni tekjur til að sjá um rekstur, æskulýðsstarf og svo framvegis.

Þess vegna vil ég hvetja til umræðu um málefni kirkjunnar okkar, hún hefur mikilsverðu hlutverki að gegna í þágu samfélagsins.

Það þarf að endurreisa traust á þjónum kirkjunnar. Kirkjan hefur beðið álitshnekki, en ég held að fók treysti afar vel langflestum prestum landsins, sem betur fer.


mbl.is Afsökunarbeiðni kirkjuráðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lénsgreifar og óðalsbændur...

... eru hagsmunaaðilar sem stjórna fjölmiðlum í landinu. Lífskjör alls almennings eru aukaatriði.

Í Noregi eru lífskjör að vísu afar góð, en væru enn betri ef dýrtíð væri ekki þar sú mesta sem þekkist á Vesturlöndum.


mbl.is Andstæðingar illra afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægir hlutir?

krok 

Það sem mestu máli skiptir núna er ekki að vinna bug á atvinnuleysinu. Ekki að rétta við hag heimilanna. Ekki að losna við verðbætur og okurvexti. Ekki að finna út úr því hvernig við getum lifað með ónýtan gjaldmiðil. Ekki að finna út úr því hvernig við getum varið það sem eftir er að velferðarkerfinu. Ekki lækka framfærslukostnað eða bæta fiskveiðistjórnunarkerfið. Það er bara það að við þolum ekki að hafa faglegan ráðherra sem er búinn að standa sig mjög vel. Gömlu flokkshestarnir þola hann ekki og nú hafa þeir fundið höggstað á honum og vilja hann burt. Þeir vilja halda í flokksræðið, sem almenningur er búinn að lýsa vantrausti á í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, til dæmis.

 


Hefur staðið sig mjög vel.

Gylfi hefur að mörgu leyti rutt brautina sem öflugur ópólitískur ráðherra og hefur staðið sig gríðarlega vel.

Ég held að hann sé hér búinn að gefa tóninn fyrir framtíðina og að hæfni og pólitískt bakland verði sameiginlega látin ráða við val í ráðherraembætti.

En megin málið er Gylfi hefur staðið sig frábærlega í starfi.  

Þetta mál um tilsvör hans við fyrirspurnum um gengistryggð lán og lögmæti þeirra er alveg dæmalaust.  Það er ekki ráðherra að taka að sér úrskurðarvald um niðurstöðu mála sem aðeins verða leidd til lykta í dómssölum.  Varla að úttala sig mikið um þau, en bæði ráðherrar og þingmenn hafa gert að mínu mati of mikið af því.  Þeir (löggjafarvaldið) eiga að setja leikreglurnar. Það er annarra að dæma.


mbl.is Ekki kappsmál að vera ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óásættanleg?

Hvurslags umræða er þetta?  Landslið okkar er eitt hið slakasta i Evrópu.  Það átti þar að auki ekki góðan leik í miðvikudaginn.

Hvað gerum við í því?

Rökkum þá niður í skítinn!

Svo er Geir alveg hissa á að leikmenn okkar brosi ekki hringinn þegar þeir spila fyrir Íslands hönd.

Það var okkar sterkasta lið sem var inni á vellinum.  Mér fannst vanta einhvern neista í liðið og eins og margir hafa bent á, meiri gleði. 

Flestir leikmennirnir áttu þokkalegan leik, og ef draga á menn í dilka má segja að leikmenn sem spila með liðum hér heima á Íslandi hafi komist fremur vel frá leiknum. 

Þurfum við ekki að vera uppbyggileg og styðja baki við liðið okkar líka þegar illa gengur? Mér finnst það.


mbl.is „Óásættanleg frammistaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti vinur!

Hundurinn er góður vinur!

Lærdóm má draga af sögu þessari.

Sá sem bítur þig er ekki endilega óvinur þinn!


mbl.is Hundur bítur veika tá af eiganda sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn að setja göngin á áætlun að nýju.

Þessi brýnu göng voru komin inn á áætlun á sínum tíma.

Er afar undarlegt að þau skyldu hafa verið felld af þeirri áætlun, en margvísleg rök liggja því til grundvallar að þetta er brýn framkvæmd.

Öryggissjónarmið vegur þar mjög þungt, en einnig byggðasjónarmiðin.

Einnig er hér minnt á að þessi göng eru ein arðbærasta framkvæmd sem unnt er að ráðast í á Íslandi.

Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið í vegagerð á Íslandi, svo sem jarðgöng á Vestfjörðum og Norðurlandi, miklar vegaframkvæmdir á suðvestur horninu og Landeyjarhöfn. 

Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr þýðingu þessara framkvæmda, sem eru bæði arðbærar, stuðla að auknu öryggi í samgöngum og styrkja byggðalög til dæmis í Bolungarvík, Siglufirði og Vestmannaeyjum.

Ég segi því, Fjarðaheiðargöng eru komin á dagskrá, sem brýnt verkefni sem verður að skoða. 


mbl.is Vegur yfir Fjarðarheiði einn sá hættulegasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Runólfur enginn veifiskati.

Runólfur Ágústsson sem var nýverið skipaður umboðsaður skuldara hefur ákveðið að stíga til hliðar og segja sig frá starfinu, eftir að umræða um skuldir félags sem áður var í hans eigu, var orðið helsta umræðuefni bloggheimsins.

Ég hlýddi á viðtal við hann í Kastljósi í kvöld og get ekki betur séð en þarna hafi skuldarar misst málsvara sem er skeleggur, hreinn og beinn.

Runólfur benti á að svo virðist sem allir sem tekið hafa þátt í rekstri, hvort sem þeir hafi grætt eða tapað séu litnir tortryggnum augum.

Margt í viðtalinu við hann var virkilega umhugsunar virði.

Vonandi fáum við jafnoka Runólfs í starfið sem fyrst.

Síðan má þátturinn eiga afgananginn af kveðjunum, ef einhver er.


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra fréttin í Magma málinu!

Mér finnst sá titringur sem er innan vinstri grænna og víðar vegna þessa máls að flestu leyti eðlilegur. Umræðan er þó að sumu leyti einfölduð og snýst meira um að gagnrýna afleiðiinguna, fremur er að beina mesta kraftinum að rótum vandans. En þetta er allt að gerjast og lagerast.

Í umræðum í gær Hjá Ólöfu Nordal og í morgun hjá Sigurði Kára kom fram að þetta mál hefur kúvent stefnu sjálfstæðisflokksins í viðhorfum sínum gagnvart auðlindum þjóðarinnar.

Þau sögðu bæði mjög skýrt að þau telja að þjóðin eigi að njóta arðs af auðlindum sínum og skilgreina auðlindir sem fallorku, jarðhita og fiskimið!

Þau hafa sem sagt áttað sig á því að nauðsynlegt er að endurskoða lög um þessa málaflokka og hafa horfið frá stuðningi sínum við grundvöll kvótakerfisins.

Mér segir svo hugur um að stutt sé í það að viðlíka áherslubreyting verði í máli þeirra um afstöðuna til ESB.

En það er seinni tíma mál.


mbl.is Telur söluna á HS Orku ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband