Stjórnlagaþingið!

Nú er kosningu lokið um skipan nýs stjórnlagaþings. Samkvæmt skoðanakönnun hér á síðunni, sem sett var upp til gamns, virtust flestir lesendur þessarar síðu styðja Kristin Valdimarsson í kosningunni, af þeim sem nefndir voru.

Sjáum hvað setur.


Skoðunarkönnun um stjórnlagaþingið.

Greiðið atkvæði um hvaða Austfirðing þú kýst helst á stjórnlagaþingið.
Könnun hér til hliðar.

Oft var þörf, en nú er nauðsyn!

Skuldavandi heimilanna er nú í brennidepli. Mér sýnist að ýmislegt bendi til þess að verið sé að skoða valkosti sem geti leyst vanda hinna verst settu hvað það varðar. Ég er vonbetri hvað þetta varðar en áður. Séreignastefnan hentar ekki öllum, og húsnæðissamvinnufélög og búsetafélög ættu að fá tækifæri til að bjóða fleirum aðstoð sína.
Annað mál sem brennur á fólki er atvinnuleysi, lág laun, alltof og lágar bætur öryrkja og aldraðra og raðirnar eftir matarframlögum.
Það þarf að hækka lægstu laun og bætur á næstu árum. Það er ljóst það er ekki hægt að gera það nema í áföngum. Þangað til og eins til að minnka þörf fyrir matarframlög tel ég að sveitarfélögum og ríkinu beri skylda til að koma á stuðningi sem er í anda nútíma velferðarsamfélags.
Ég tel að hinu opinbera og sveitarfélögum beri skylda til þessa verks og hef mikið velt þessum málum fyrir mér undanfarna daga.
Ég tel nauðsynlegt að félagsþjónusta sveitarfélaga haldi utan um þetta stuðningskerfi.
Heppilegast er að umsækjendur sem uppfylla skilyrði aðstoðar fái greiðslukort sem gilda til úttekta á mat og heimilisvöru einvörðungu og þess vegna þarf samstarf við kortafyrirtæki og einhverjar verslanir sem selja matvæli.
Hér austanlands hefur sá hópur sem þarf aukna aðstoð vegna framfærslu farið stækkandi og ég tel að ekki dugi lengur að keyra út matarávísanir í jólamánuðinum, eins og verið hefur.


Stórskáldið og draumóramaðurinn.

Dunganon_OracleDunganon, Karl Einarsson hafði prívat sannleika, talaði aldrei um staðreyndir, skipti um tungumál eftir hentisemi, talaði meira að segja eigið tungumál og kenndi sig við hið forna Atlantis. Hann vélaði vindla og koníak út öllum sem hann hitti.  Reykti mikið og drakk, sást aldrei borða nema einu sinni þegar hann borðaði tvær teskeiðar af smokkfiskableki.

Hans frelsi var í rökkvaðri íbúð í borg turnspíranna í pönnukökulandinu meðan frelsi annara var á heiðum uppi.

Á sjötta áratugnum fór hann að myndskreyta mikinn kvæðabálk eftir sig, sem nefndist Oracles of St Kilda.  Þar birtist fantasía þar sem villt dýr og vættir lifa í sátt og samlyndi.

Ásbjörn Ólafsson heildsali fékk hann með sér til Íslands í byrjun 7. áratugarins og stuðlaði að því að ljóðakver hans á 17 tungumálum Cordia Atlantica var gefið út hjá Helgafelli. 


Hvað er St Kilda?

St Kilda er lítill eyjaklasi 40 mílur vestur af Lewis, sem er ein Vestur Eyja Skotlands. Eyjarnar voru í byggð frá forsögulegum tíma og allt til 1930. Afkoma eyjaskeggja byggðist á knöppum náttúrugæðum og voru sjófuglar mikilvægur fæðuhlekkur, auk þess sem þeir unnu úr þeim feiti og nýttu fjarðr og dún.  Vegna þessara frumstæðu afkomumöguleika eru byggingar í St Kilda sérstæðar, til dæmis eru "cleitan" lítil geymsluhús til geymslu á mat og vistun, einstæð. Eyjarnar eru í eigu National Trust for Scotland frá árinu 1957 og er þar staðsett radarstöð Varnarmálaráðuneytisins.

 

 


Þar með er brotið blað í fréttaflutningi!

Hér eftir verður væntanlega ekki rætt meira við flokksbundna einstaklinga um málefni þjóðfélagsins, einnig verðum við laus við umfjöllun sem ýmis hagsmunsamtök bera viðstöðuleust inn í fréttatíma, einkum RUV, svo sem Samtök atvinnulífsins og Verslunarráð.
mbl.is Viðmælandinn tengdist VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta skrefið tekið.

Sérhvert ferðalag hefst með einu skrefi. 

Áratuga gamalt baráttumál Seyðfirðinga um öruggar samgöngur er nú loks að fá góðan hljómgrunn.  Æ fleiri sækja vinnu yfir Fjarðarheiði og óumdeilt er að í raun er Seyðisfjörður eitt af þeim svietarfélögum á landinu sem býr við ótryggastar samgöngur.

Reynt er með miklum kostnaði að halda veginum opnum yfir daginn um háveturinn en þegar snjóar mikið er algengt að vegurinn lokist um kvöldið, þegar þjónusta hættir á heiðinni.

Vakin hefur verið sérstök athygli á því að þessi vegur er ekki bara eina tenging Seyðisfjarðar við Íslenskt vegakerfi, heldur er vegurinn hluti af stofnvegakerfi Evrópu. Þess vegna á þessi vegur að vera örugg samgönguleið.


mbl.is Unnið að frumrannsóknum vegna Fjarðarheiðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundargerð sveitarstjórnar.

Hér er dæmi um fundargerð sveitarstjórnar.

22.09 2010 - Miðvikudagur

Sveitarstjórnarfundur fimmtudaginn 16. sept.
2010 kl. 16.00 í fundarsal sveitarstjórnar Aðalgötu 1. Aðalfirði.

Fundur haldinn í sveitarstjórn Aðalfjarðarkaupstaðar fimmtudaginn 16. september 2010 kl. 16.00 í fundarsal sveitarstjórnar Aðalfjarðar.  Mættir: Lóa Jónsdóttir,  Búi Pálsson, Dúfa Dögg Valsdóttir, Björn Karlsson, Evert Sólonsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, og Guðrún Guðnadóttir.   Jafnframt var mættur sveitarstjórinn Valmundur Steinsson, sem ritaði fundargerð,  Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna til fundarins og var síðan gengið til dagskrár.

 

1. mál. Fundargerð hreppsnefndar frá 19. ágúst  sl.

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar frá 19. ágúst sl.

Eftir smávægilegar leiðréttingar var fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2. mál Fundargerð atvinnumálanefndar frá 9. sept.  sl.

Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 9. sept. sl.

Undir 6. tl.fundargerðarinnar var gerð grein fyrir fundi formanns og varaformanns nefndarinnar með oddvita og sveitarstjóra, þar sem farið var yfir hvernig best yrði staðið að uppbyggingu atvinnutækifæra í sveitarfélaginu.    Sérstaklega var og greint frá fundum sveitarstjóra Aðalfjarðarkaupstaðar og Dalabyggðar með utanríkisráðherra, fulltrúum iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, Forseta Íslands og kínverska sendiherranum á íslandi,  varðandi þessi mál.

 

3. mál. Fundargerð bygginganefndar frá 17. ágúst  sl.

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 17. ágúst sl.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

4. mál. Fundargerð fræðslunefndar frá 12. ágúst sl.

Lögð fram fundargerð fræðslunefndar frá 12. ágúst sl.   Jafnframt var lögð fram fundargerð fræðslunefndar frá 10. sept. sl., eftir að oddviti hafði óskað heimildar fundarmanna fyrir að taka hana fyrir, en henni hafði ekki verið dreift með fundargögnum.

Gerð var grein fyrir málefnum tónlistarskólans og ráðningu tónlistarskólakennara.   Í fundargerðunum kom fram ósk skólanefndar um að reynt yrði áfram að fá tónlistarskólakennara til viðbótar, sem getur kennt á strengja og blásturshljóðfæri.

Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna áfram að þessum málum.

 

5. mál. Fundargerð jafnréttisnefndar frá 21. júní sl.

Lögð fram til kynningar fundargerð jafnréttisnefndar frá 21. júní sl.

 

6. mál Fundargerð hafnarnefndar frá 6. sept sl.

Lögð fram fundargerð hafnarnefndar frá 6. sept. sl.   Undir 2. tl. fundargerðarinnar var spurt um aðgerðir SR Mjöl, varðandi grútarmengun.   Sveitarstjóri svaraði framkominni fyrirpurn.

Undir 5. tl. fundargerðarinnar var gerð grein fyrir komu skemmtiferðarskips til Aðalfjarðar.   Fram kom að tekist hefði með ágætum að taka á móti skipinu.   Kynningarefni um Aðalfjörð hefði verið komið til skipsáhafnarinnar og leiðsögumanna skipsins.

Hvatt var til þess að ötullega yrði unnið að því að fjölga komum skemmtiferðarskipa til Aðalfjarðar og kanna í því sambandi hjá Siglingastofnun hvað þyrfti að lagfæra í höfninni til þess að hún yrði fullgild farþegahöfn.

 

7. mál. Árshlutareikningur Aðalfjarðarkaupstaðar janúar-júní 2010

Lagður fram árshlutareikningur Aðalfjarðarkaupstaðar fyrir tímabilið janúar –júní 2010.  Gögnin sem lögð voru fram voru yfirlit yfir tekjur og gjöld sveitarfélagsins  á tímabilinu í myndum og tölum skipt niður á málaflokka.   Jafnframt rekstrarreikningur og efnahagsreikningur ásamt yfirliti yfir sjóðsstreymi fyrir fyrstu sex mánuði ársins.   Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi gögnum.   Í máli hans kom fram að útgjöld þ.e. laun og önnur rekstrargjöld eru nánast í samræmi við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.   Nokkuð vantar upp á að tekjur hafi skilað sér til samræmis við fjárhagsáætlun.   Staðgreiðsla er þó nokkurn veginn í járnum.   Tekjur hafnarinnar voru litlar fyrri hluta árs, þar sem loðnuveiði var nánast engin.   Tekjur hans munu koma að mestu inn á seinni hluta árs, þar sem veiðar og vinnsla á makríl og norsk-íslensku síldinni hefur gengið mjög vel í sumar.   Einnig vantar inn undir öðrum tekjum ýmis framlög sem fást frá ríki, sem ekki hafa skilað sér inn í þessum tímapunkti.   Fjármagnskostnaður er og nokkuð hærri en ráð var fyrir gert, sem skýrist að mestu á því að verðbólga fyrri hluta árs var hærri en sú meðalverðbólga, sem reiknað var með í fjárhagsáætlun.

Fjárfestingar eru sáralitlar sem engar einungis var gengið frá kaupum á nýjum slökkvibíl og löndunarkrana fyrir höfnina.

Þrátt fyrir að útgjöld sveitarfélagsins laun og önnur rekstrargjöld séu í samræmi viðfjárhagsáætlun er ljóst að halda þarf vel á spöðunum til þess að ná endum saman á árinu.

Að aflokinni yfirferð sveitarstjóra urðu allmiklar umræður, þar sem fundarmenn spurðu spurninga, sem sveitarstjóri svaraði.

 

8. mál. Fjárlaganefnd Alþingis fundur 27. sept. nk.

Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis, þar sem boðið er upp á viðtöl við fjárlaganefnd Alþingis dagana 27. og 28.  sept. nk.

Sveitarstjóra falið að ganga frá erindum til fjárlaganefndar Alþingis og mæta á fund nefndarinnar, en pantað hefur verið viðtal við nefndina 27. sept. nk. kl. 14.20.

 

9. mál. Aðalfundur Sambands Sveitarfélaga í fjórðungnum 24. -25. sept. nk. –Dagskrá.-

Lögð fram dagskrá aðalfundar Sambandsins, sem haldinn verður í Kúvík dagana 24. og 25. sept. nk.

Samþykkt að kjörnir fulltrúar Aðalfjarðarkaupstaðar mæti á fundinn.

 

10.mál Samningur um viðhald þjóðvega í þéttbýli

Lagður fram samningur milli Vegagerðarinnar og Aðalfjarðarkaupstaðar um veghald þjóðvega í þéttbýli .

Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

11. mál Ýmis mál og fundargerðir.

a)     Fundargerð stjórnar Samband ísl. Sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar sambands ísl. Sveitarfélaga frá 26. Ágúst sl.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.10


Greifinn af St Kilda.

Karl Einarsson orti mikið og orti hann á fjórtán tungumálum.  Hann orti, að eigin sögn, umkringdur skrifstofudömum, kvæði á frönsku og spænsku, hinu glataða tungumáli Atlantis og maórí og eilítið á dönsku til að kenna Dönum að yrkja, svo eitthvað sé nefnt.

Hann fór jafnframt að titla sig hertoga og Greifann af Sankti Kildu, óbyggðri eyju undan Skotlandsstöndum. Hann bjó til skjaldarmerki þess og innsigli embættisins og stimplaði með riddaraskjöl og vegabréf er hann útbjó sjálfur.

Vilborg Dagbjartsdóttir á í eigu sinni póstkort frá honum og það er með handgerðu frímerki sem merkt er St Kildu og er annað þeirrra að verðgildi "One Gylda".

Karl átti sér þá hugsjón að endurreisa Atlatis ríki á eyjunni St Kilda.

Eitt af tignarheitum Karls var einmitt "Inspector of Atlantis", og spakmæli hans var: "Tíminn og sannleikurinn verða sjaldan samferða".

st-kilda

Meira seinna!

 


Um ævintýramaninn frá Seyðisfirði, Karl Einarsson.

Hinn 6. maí 1897 fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð Karl Kerúlf Einarsson, sem fæddur var Magnússon.

Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til Þórshafnar í Færeyjum. Innan við tvítugt var hann sendur til Kaupmannahafnar til verslunarnáms. Karl afréð fljótlega að taka aðra stefnu og hélt með saltfiskskipi til Spánar í leit að ævintýrum.

Þar með var ævinbrautin mörkuð. Ævintýr og ólíkindi urðu hans leiðarljós.

Hann bjó um tíma í Brussel og nefndist þar Dr Cooper sem tók að sér að leysa öll vandamál viðskiptalífs, hjúskapar heilsu og hHeimilisaðstæðna.

Þessi einstaki maður var upphafinn yfir hversdagsleikann og vildi færa öðrum brot úr sínum heimi sem var veröld draumfara og ævintýra.

Einn persónuleiki hans var doktor Emarson sem stofnaði alþjóðlega leiðbeingastöð "Institut Psycho Astral".  sem skömmu síðar varð Tao studio prófessors Valentínusar.

Meira síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 133963

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband