Skin og skúrir.

Það skiptast á skin og skúrir.

Nú er 15 stiga hiti og sólarveður á Seyðisfirði. Ég gekk hér út fyrir skrifstofuna og hitti Milla í Pöntun og Jón Olgu, þar sem þeir voru að vinna við að skipta um þakjárn á Bjólfsgötu 1.  Jón hafði orð á því að það hefðu ekki verið margir dagar í sumar betri en þessi. Smiðir kunna að meta veðurblíðuna og láta ekki tilhugsunina um að það frysti aftur eyðileggja fyrir sér góðan vinnudag.

Um helgina var stormur og stórrigning og svo slæmt veður að Paparnir þorðu ekki yfir Fjarðarheiði.

Gústi Guðsmaður hefði á að vera með þeim í för.

En í landsmálum eru líka veðrabrigði.  Undanfarið hefur maður gengið undir manns hönd og útmálað ástandið á versta hátt.  Reynt að gera öll verk ríkisstjórnar tortryggileg og haldið því fram að ekkert væri gert til að bæta líf þjóðarinnar.  Þegar svo áform um aðgerðir eru kynntar,  eru síðan margir til að mæla þeim mót sem ákafast og fyrir bragðið eru öll verk erfiðari og tafsamari en þyrfti að vera.

Núna berast fregnir af því að hinar svartsýnustu spár rætist ekki, þvert á móti liggur fyrir að kostnaður við endurreisn bankakerfisins og Icesave sé mun minni en áður var óttast.

Flestir anda léttar og hressast við.  Ég bíð spenntur eftir kvöldfréttunum og ætla að heyra hvernig tekst að gera góðar fréttir tortyggilegar svo þjóðinni vaxi nú alls enginn kjarkur og bjartsýni strax.

Ætli fjölmiðlaeigendur og stjórnarandstaða framleiði þunglyndislyf?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Gaman af þessu nöfnum; Milli í Pöntu og Jón Olgu... heima hjá mér vor menn eins og Siggi skó og Óli Búll...

En varðandi stjórnarandstöðuna, þá framleiðir hún nú aðallega þunglyndi

Brattur, 13.10.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

saxi.blog.is

Einar Bragi Bragason., 18.10.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 134075

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband