Fyrir hverja er Landsmót Umfí?

Ég tók þátt í Landsmóti UMFÍ um nýliðna helgi.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að keppa í bridge fyrir mitt svæðasamband, UÍA.

Okkar liði gekk ekki alveg ægilega vel, en ég hafði samt gaman af þessu, annars væri maður ekki í þessu.

Hitt er svo annað mála að mér finnst að landsmót eigi að vera fyrir alla. Það sem upp á það vantar er nú ekki mikið, helst það að þetta sé kynnt betur og gert að enn meiri almenningsíþróttahátíð.  Á landsmótinu var til dæmis almenningshlaup sem heppnaðist vel og vakti mikla athygli.

Mér finnst að UÍA eigi að láta meira að sér kveða á þessu þóti. Það á að vera metnaður að senda lið í flestum greinum og kannski þarf að breyta reglum, þannig að til dæmis sé unnt að senda fleiri en eitt lið í vinsælustu greinunum, eins og fótbolta.

Ég sá að UÍA er búið að láta gera flotta æfingagalla sem eru til sölu og mér finnst meiri liðsbragur á keppnislið sem klæðist flottumbúningu utan vallar á svona móti.

En megintillaga mín til ungmennahreyfingarinnar eru sem sagt:

Gerum Landsmótið að almenningsíþróttahátíð fyrir alla aldursflokka.     

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband