Kannski það eigi að endurnýta loforðin?

Valgerður Sverrisdóttir óttast að Kristján Möller muni svíkja loforð sín um Vaðlaheiðargöng.

Það er auðvitað alveg ástæða til að ætla það. Bæði er ekki áætlað nema brot að nauðsynlegum kostnaði til ganganna á samgönguáætlun og svo er hitt að eftir 12 ára valdatíð framsóknar eru mjörg mörg aðkallandi verkefni sem bíða í samgöngumálum. Varla verður því unnt að vinna það allt upp á kjörtímabilinu.

En við skulum vona það með Valgerði að þessi stjórn standi sig betur en sú gamla, en það á eftir að koma í ljós.

Hitt er svo annað mál að við höfum orðið vitni að því að kosningaloforð um jarðgöng eru endurnýtt á Íslandi, og jafnvel þótt þau hafi farið í útboð. Kannski Valgerður hafi einkaleyfi á slíkum loddaraskap??


mbl.is Segir kosningaloforð um Vaðlaheiðargöng svikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er pólitískur loddari? Sá sem hefur alla tíð sagt að stefnt sé að því að Vaðlaheiðargöng verði sett í einkaframkvæmd, eða sá sem kom vel innan við kortéri fyrir kosningar með stórar yfirlýsingar um að göngin yrðu fjármögnuð úr ríkissjóði, fékk samgönguráðuneytið og svíkur yfirlýsingarnar um leið?! Um leið! Það heðfi mátt skilja það ef nýr samgönguráðherra hefði lýst því yfir að hann ætlaði nú að beita sér fyrir breytingum á samgönguáætlun. En það gerði hann ekki. Hann er alveg sáttur í dag, það sem honum þótti óásættanlegt fyrir kosningar og lofaði kjósendum sínum að breyta.

Eðlilega er ekki allur kostnaður við Vaðlaheiðargöng á samgönguáætlun, ÞAÐ VAR GERT RÁÐ FYRIR ÞEIM Í EINKAFRAMKVÆMD, sem sagt féð átti ekki að koma úr ríkissjóði. Þessi málflutningur hjá þér til að verja ómerkileg upphrópunarstjórnmál og loforðarsvik dæmir sig sjálfur.

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Gizmo

Ég ætla nú ekki að ásaka Stefán Boga um að segja vísvitandi ósatt en mig grunar þó að hann sé að tala gegn betri sannfæringu þegar hann segir að samgönguráðherra núverandi hafi verið með yfirlýsingar um að göngin yrðu fjármögnuð úr ríkissjóði, en Krisján sagði alla kosningabaráttuna og hefur alltaf sagt að hann útiloki ekki einkaframkvæmd, aðalmálið sé að göngin verði gjaldfrjáls. Það að göngin verði einkaframkvæmd þarf ekki endilega að þýða gjaldtöku, því unnt er að notast við svokallaða skuggagjaldsleið ásamt fleiri leiðum. Þettta held ég að maður sem fylgist jafn mikið með stjórnmálum og Stefán viti mæta vel og sé því að tala gegn betri sannfæringu.

Varðandi réttlætingu Stefáns Boga á að eðlilega væri ekki allur kostnaður við Vaðlaheiðargöng á samgönguáætlun þar sem gert væri ráð fyrir þeim í einkaframkvæmd þá vil ég benda honum á að þessar 300 milljónir sem áætlaðar eru til verksins af hálfu ríkisins á næstu 3 árum duga ekki til að ljúka rannsóknum og því ekki hægt að hefja framkvæmdir við verkið í einkaframkvæmd, því þótt göngin verði unnin í einkaframkvæmd þarf aðkomu ríkissins að þeim með ýmsum hætti, eins og t.d. niðurfellingu VSK eins og gert var með Hvalfjarðargöngin og fleiri þætti.

Áður en unnt er að hefja framkvæmdir þarf að klára nauðsynlega undirbúningsvinnu, og þá vinnu er verið að fara í á fullum krafi því skv. hádegisviðtalinu á Stöð2 í gær, en þar lýsti samgönguráðherra því yfir að hann myndi fara norður þegar sumarþingi lyki til viðræðna við forsvarsmenn Greiðrar leiðar.

Gizmo, 5.6.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 134028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband