Fegrunarfélagið á Hvammstanga 50 ára

Á þessu ári er Fegrunarfélagið á Hvammstanga 50 ára. Það var árið 1957 sem Hörður Þorleifsson læknir, Sigurður Eiríksson vélvirki og fleira fólk stofnuðu félagið. Þau héldu skemmtun á sumardaginn fyrsta, þar sem vetur konungur og fleiri verur voru í aðalhlutverki og farið var í skrúðgöngu um Hvammstanga. Söngur og ljóð voru flutt og þessi hefð hefur haldist fram á þennan dag.

Þau gerðu fleira. Þau hófu skógrækt á þessum stað, þar sem flestir töldu ógerlegt að rækta tré. Norðanáttin og kuldinn og hvassviðrið voru of óhagstæð skilyrði til skógræktar. Þetta var trú almennings í mínum heimahögum, árið sem ég fæddist.

En sem betur fer kom í ljós að frumherjar skógræktar höfðu rétt fyrir sér.

Skógurinn við sjúkrahúsið á Hvammstanga er þess vitni.

Og einnig ræktuðu hjónin Siggi og Lilla skóg á túnskika syðst í bænum. Þar er í dag gróskumikill trjálundur, sem prýðir innkeyrsluna á Hvammstanga.

Með þessu starfi sínu sáði þetta félag áhrifamiklu frækorni á Hvammstanga.

Nú eru margskonar tré og plöntur við húsin á Hvammastanga.

Þökk sé Fegrunarfélaginu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband