Magmað maður, magmað!

Mér finnst umræða síðustu daga um svokallað Magma mál vera afar athyglisverð. 

Ég heyri að flestir sem tjá sig um málið eru á þeirri skoðun að þjóðin eigi að hafa yfirráð yfir auðlindum sínum og njóta arðs af þeim. Hér erum við að tala um þá auðlind sem orka fallvatna er.

Ég vil leyfa mér að trúa því að þetta eigi einnig við um jarðhita og neysluvatn, eða hvað?  Og kannski einnig málma og olíu og gas í iðrum jarðar í landi okkar og landgrunni? Og einnig villt dýr á landinu og í fiskveiðilögsögu?

Til að tryggja það að þjóðin eigi þetta og njóti af því arðsemi, þarf að gera langaumgjörð til að tryggja það. Ekki ráðast á nefnd sem er bundin af lögum sem hafa verið í gildi í 18 ár eða svo. Hlutverk þessarar nefndar sem er úrskuraðnefnd um erlenda fjárfestingu, átti engan anna kost en að meta málið út frá gildandi lögum.

Þú tryggir ekki eftir á, eins og sagt er.  En nú er mál til komið að þingmenn sem vilja að auðlindir landsins séu á forræði íslendinga, tryggi það með lagasetningu. Horfi á þetta mál með eignarhald orkufyrirtækja í víðara samhengi.


vísa

Mikið á sá bóndi bágt,

sem baslar af gömlum vana.

Betra væri að leggjast lágt

og láta við sig stjana.

 

G. Jónsson


Þjóðin á rétt á að kjósa um ESB!

Og til unnt sé að kjósa verðum við að vita hvað felst í aðild að ESB. Óttinn við að vita hvað er í boði er mér illskiljanlegur. Þess vegna tek ég undir framsóknarmönnum.

Í ályktun framsóknarmanna segir: "Að neita þjóðinni um þann rétt að sjá hvað getur falist í aðild og hvað ekki, er afturhvarf til þjóðfélags pólitískrar þröngsýni, afturhalds og sérhagsmuna."


mbl.is Ungir framsóknarmenn vilja ESB viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefjum umræðu um réttlæti í okkar samfélagi!

Umræðan þarf að vera laus við kreddur og bundin raunverulegum hagsmunum almennings.

Hvaða leiðir eru færar til að gera sem fyrst lífvænlegt að búa í þessu samfélagi fyrir hinn almenna mann. Ég er að tala um verðlag, húsnæði, velferðakerfi, heilbrigðisþjónustu og námsmöguleika.

Þessir hlutir eiga að skoðast á forsendum okkar. Ekki fjármögnunarfyrirtækja eða vel skipulagðra hagsmunaaðila sem tröllríða umræðunni í drep.

 


LJóð eftir Dag.

Leyfi mér að lesa ljóð eftir höfuðskáld okkar Dag Sigurðarson. Dagur hittir í mark, eins og örvhent handboltaskytta, sem fær sér sjénever á sunnudögum og leikur sinn handbolt eins og ungur sveitapiltur úr Dölum.

 

I
Iða af prúðbúnu fólki
litríkum blómum sem berast
með straumnum

Fögur er fjallkonan
níveabrún á hörund
með kolgeitarbros á vör
í blóðrauðu knésíðu pilsi

"I'm awfully sorry for ya
I know
ya haven't focked for months"

II
Ríkisstjórnin úthlutar
bjargránum einsog móðir
sem gefur barni sínu snuð
túttu í staðinn fyrir brjóst:

Ó elsku almúgamaður
Færðu fórn
vegna atvinnuveganna

(vegna braskarans á Snápahæð
Konu hans
lángar í nýjan pels)

Almúgamaður, framvegis
borðar þú færri
kleinur með kaffinu

Sættu þig vinsamlegast
við hlutskipti þitt vegna
atvinnuveganna og haltu
ó elsku almúgamaður
kjafti

III
Pabbi gefur litla
dreingnum sínum blöðru

bláa einsog Esjuna
eða rauða einsog pils
fjallkonunnar

Fögur er fjallkonan
með svarta bauga
undir lífsþreyttum augum
"I'm awfully sorry
Buy me roses won't ya"

Drengurinn gleðst
meðan blaðran er ósprúngin

Fjallkonan hefur reynt
öll fegurðarlyf
nema heilbrigt líf.

 


Skuld áhaldahússins.

Í kosningabaráttunni var mikið rætt um skuld áhaldahússins við aðalsjóð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þessi skuld nemur núna 80,3 milljónum og myndaðist árin 2006, 2007, 2008 og 2009.

Áður var tap áhaldahússins jafnað á þær stofnanir sem keypt höfðu þjónustu þess of lágu verði, til að raunverulegur kostnaður við rekstur vatnsveitu til dæmis kæmi fram þar, en ekki á undirstofnun sem í raun er ekki verkefni í sjálfu sér, heldur þjónustudeild við höfn, vatnsveitu, skóla, félagsheimili, fráveitu og svo framvegis. 

En af hverju var þessi breyting gerð með nýja frjálshyggjumeirihlutanum?

Sumir hafa getið sér þess til að þetta hafi verið gert til að erfiðara væri að bera saman rekstur aðalsjóðs milli ára.  Það sæist ekki eins berlega hvort þessir menn sem töldu fjálglega um slæma stöðu bæjarins fyrr, væru að ná betri árangri en hinir.  Ég veit ekkert hver raunveruleg ástæða er.  Ein af mögulegum skýringum á þessu háttalega er sú að meirihlutinn hafi haft áform um að einkavæða áhaldahúsið.  Það kann að hafa vakað fyrir þeim.

Eina vitræna svarið sem kom frá þeim ágæti mönnum sem reka bæinn okkar var sú að þessi uppsöfnun á tapi breytti ekki heildarniðurstöðu samstæðureiknings.  Ég veit að það er augljóslega rétt og gott að hafa það í huga í sjálfu sér.

En einni spurningu í öllu þessi máli er þó enn ósvarað og er hér með enn og aftur lýst eftir svari við henni.  Hvernig ætla þeir félagar fjármálastjórinn og endurskoðandi bæjarins að jafna þessa uppsöfnuðu skuld áhaldahúss og annarra sofnana við áhaldahúsið?

Svarið við þessari spurningu óskast birt á leynilegum trúnaðarfundi, en alls ekki á heimasíðu bæjarins.


Lýðræði og virkni íbúa.

Mér hefur fundist að á Seyðisfirði séu stjórnhættir með afar gamaldags hætti.  Íbúaþing og borgarafundir eru ekki haldnir.  Fagnefndum eru í sumum tilvikum ekki hvaddar til samráðs við ákvarðanatöku, fyrr en kannski eftir á.

Þrjú dæmi um afleiðingar: 

Frumkvæði í nýsköpun í atvinnulífi er ekki hjá bæjaryfirvöldum, heldur annarsstaðar.

Barátta fyrir sjálfsögðum umbótum, eins og á sviði samganga hefur færst út fyrir vettvang bæjarráðs og bæjarskrifstofunnar.

Afar erfitt er að fá fólk innan hins ráðandi flokks til starfa, fólk hættir gjarnan eftir eitt kjörtímabil. Fólk fær ekki að vera með í ákvarðanatöku og því velur það fremur að sitja heima.

Ég legg til umbætur á heimasíðu bæjarins, sem er reyndar frábær að mjög mörgu leyti. Hins vegar vantar þar inn ansi margt, sem snertir rekstur bæjarfélagsins og mál sem eru í vinnslu í bæjarkerfinu. Þar væri til dæmis nauðsynlegt að hafa fjárhagsáætlun og ársreikninga, eins og gert er hjá mörgum öðrum sveitarfélaögum.  Heimasíða sveitarfélags er ekki til þess gerð, fyrst og fremst,  að horfa á 30 ára gamlar myndir af danskennslu í Herðubreið. Hún er til að upplýsa bæjarbúa um málefni sveitarfélagsins.

Að lokum nokkur orð um Íbúaþing:

" Eins og margir þekkja er oft hætta á því að dæmigerðir borgarafundir einkennist af formlegum umræðum þar sem fáir taka til máls. Íbúaþing er allt annars konar vettvangur, þar sem skapast lifandi umræða sem allir geta tekið þátt í. Eftir skemmtilegan dag liggja síðan fyrir fjölmargar upplýsingar og verða helstu skilaboð þingsins verða kynnt bæjarbúum og bæjaryfirvöldum sérstaklega.

Bæjarstjórn mun síðan vinna frekar úr skilaboðum þingsins, sem kunna að verða grundvöllur að framtíðarstefnumótun sveitarfélagsins, koma að haldi við endurskoðun aðalskipulags og fleira.

Sagt er að Íbúaþingbyggist á aðferðafræði sem er skilvirk leið til að hafa samráð við íbúa um stefnumótun, skipulag eða önnur viðfangsefni sveitarfélaga. Aðferðin sem notuð er við íbúaþing er kölluð “samráðsskipulag”, sem er þrautreynd hugmyndafræði.

Hvað er samráðsskipulag?

Samráðsskipulag er aðferð sem beitt er til þess að virkja fólk til ákvarðanatöku. Aðferðin gefur yfirsýn yfir hug íbúa til tiltekins viðfangsefnis á skömmum tíma þar sem íbúum gefst kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Þannig gefst öllum sem þess óska, jafnt íbúum, fagfólki sem og öðrum hagsmunaaðilum jafnir möguleikar til þess að leggja sitt af mörkum til mótunar skipulags eða tiltekinnar starfsemi sveitarfélags.

Hvað er íbúalýðræði?

Í stuttu máli felst íbúalýðræði í því að bjóða upp á möguleika til að hafa áhrif á umræðu, hvaða verkefni ber að leysa og þá hvernig. Í því felst að auka lýðræði með því að auðvelda íbúum aðgang að stofnunum og ákvarðanaferli í stjórnskipan.

Af hverju ekki að opna stjórnkerfið, hlusta á íbúana? Hvað er að óttast?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 134078

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband