Hugleiðing um útrásina .....

Í umræðu liðinna ára hefur orðið útrásin verið sveipuð dýrðarljóma. Útrásin er tákn um auðfenginn gróða íslenskra fyrirtækja. "Við Íslendingar erum svo góðir í að reka verslanir í Danmörku og Englandi". Bíddu við hvað eru mörg ár síðan Íslenskir neytendur fóru til þessara landa gagngert til að kaupa skó og buxur? - En það er önnur saga.

En útrásin felst líka í því að iðnfyrirtæki eru með starfsemi í mörgum löndum og vinna vöru þar sem það er hagkvæmast hverju sinni. Til dæmis þar sem kaupgjald, skattaumhverfi og fleira er hagkvæmast. Þetta er þróunin víða, ekki satt?

Á síðustu árum hefur íselnskur vinnumarkaður verið opnaður fyrir erlendu farandverkafólki.  Þetta er gert til að minnka "þensluáhrif umframeftirspurnar á vinnuafli" eða á maður kannski að segja að til að halda niðri kaupgjaldi verkafólks?

Allir erlendu verkamennirnir í fiskinum og á spítulunum síðustu árin eru þar vegna þess að það fást ekki íslendingar til að vinna þessi störf!  Þetta er satt,  en vantar ekki seinni hluta málsgreinarinnar? - Á þeim launum sem hægt er að bjóða fólki frá Tælandi, Póllandi og mörgum örðum löndum.

Flestir Íslendingar,  sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu,  eru það vegna þess að þá missum við sjávarútveginn úr okkar höndum.  Stöndum við Íslendingar sem sagt vörð um hagsmuni íslenskra Útvegsbænda,  en ekki íslensks verkafólks? 

Eða er ég kannski að misskilja allt málið? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband