Fundargerð sveitarstjórnar.

Hér er dæmi um fundargerð sveitarstjórnar.

22.09 2010 - Miðvikudagur

Sveitarstjórnarfundur fimmtudaginn 16. sept.
2010 kl. 16.00 í fundarsal sveitarstjórnar Aðalgötu 1. Aðalfirði.

Fundur haldinn í sveitarstjórn Aðalfjarðarkaupstaðar fimmtudaginn 16. september 2010 kl. 16.00 í fundarsal sveitarstjórnar Aðalfjarðar.  Mættir: Lóa Jónsdóttir,  Búi Pálsson, Dúfa Dögg Valsdóttir, Björn Karlsson, Evert Sólonsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, og Guðrún Guðnadóttir.   Jafnframt var mættur sveitarstjórinn Valmundur Steinsson, sem ritaði fundargerð,  Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna til fundarins og var síðan gengið til dagskrár.

 

1. mál. Fundargerð hreppsnefndar frá 19. ágúst  sl.

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar frá 19. ágúst sl.

Eftir smávægilegar leiðréttingar var fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2. mál Fundargerð atvinnumálanefndar frá 9. sept.  sl.

Lögð fram fundargerð atvinnumálanefndar frá 9. sept. sl.

Undir 6. tl.fundargerðarinnar var gerð grein fyrir fundi formanns og varaformanns nefndarinnar með oddvita og sveitarstjóra, þar sem farið var yfir hvernig best yrði staðið að uppbyggingu atvinnutækifæra í sveitarfélaginu.    Sérstaklega var og greint frá fundum sveitarstjóra Aðalfjarðarkaupstaðar og Dalabyggðar með utanríkisráðherra, fulltrúum iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, Forseta Íslands og kínverska sendiherranum á íslandi,  varðandi þessi mál.

 

3. mál. Fundargerð bygginganefndar frá 17. ágúst  sl.

Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 17. ágúst sl.

Fundargerðin síðan samþykkt.

 

4. mál. Fundargerð fræðslunefndar frá 12. ágúst sl.

Lögð fram fundargerð fræðslunefndar frá 12. ágúst sl.   Jafnframt var lögð fram fundargerð fræðslunefndar frá 10. sept. sl., eftir að oddviti hafði óskað heimildar fundarmanna fyrir að taka hana fyrir, en henni hafði ekki verið dreift með fundargögnum.

Gerð var grein fyrir málefnum tónlistarskólans og ráðningu tónlistarskólakennara.   Í fundargerðunum kom fram ósk skólanefndar um að reynt yrði áfram að fá tónlistarskólakennara til viðbótar, sem getur kennt á strengja og blásturshljóðfæri.

Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna áfram að þessum málum.

 

5. mál. Fundargerð jafnréttisnefndar frá 21. júní sl.

Lögð fram til kynningar fundargerð jafnréttisnefndar frá 21. júní sl.

 

6. mál Fundargerð hafnarnefndar frá 6. sept sl.

Lögð fram fundargerð hafnarnefndar frá 6. sept. sl.   Undir 2. tl. fundargerðarinnar var spurt um aðgerðir SR Mjöl, varðandi grútarmengun.   Sveitarstjóri svaraði framkominni fyrirpurn.

Undir 5. tl. fundargerðarinnar var gerð grein fyrir komu skemmtiferðarskips til Aðalfjarðar.   Fram kom að tekist hefði með ágætum að taka á móti skipinu.   Kynningarefni um Aðalfjörð hefði verið komið til skipsáhafnarinnar og leiðsögumanna skipsins.

Hvatt var til þess að ötullega yrði unnið að því að fjölga komum skemmtiferðarskipa til Aðalfjarðar og kanna í því sambandi hjá Siglingastofnun hvað þyrfti að lagfæra í höfninni til þess að hún yrði fullgild farþegahöfn.

 

7. mál. Árshlutareikningur Aðalfjarðarkaupstaðar janúar-júní 2010

Lagður fram árshlutareikningur Aðalfjarðarkaupstaðar fyrir tímabilið janúar –júní 2010.  Gögnin sem lögð voru fram voru yfirlit yfir tekjur og gjöld sveitarfélagsins  á tímabilinu í myndum og tölum skipt niður á málaflokka.   Jafnframt rekstrarreikningur og efnahagsreikningur ásamt yfirliti yfir sjóðsstreymi fyrir fyrstu sex mánuði ársins.   Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi gögnum.   Í máli hans kom fram að útgjöld þ.e. laun og önnur rekstrargjöld eru nánast í samræmi við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.   Nokkuð vantar upp á að tekjur hafi skilað sér til samræmis við fjárhagsáætlun.   Staðgreiðsla er þó nokkurn veginn í járnum.   Tekjur hafnarinnar voru litlar fyrri hluta árs, þar sem loðnuveiði var nánast engin.   Tekjur hans munu koma að mestu inn á seinni hluta árs, þar sem veiðar og vinnsla á makríl og norsk-íslensku síldinni hefur gengið mjög vel í sumar.   Einnig vantar inn undir öðrum tekjum ýmis framlög sem fást frá ríki, sem ekki hafa skilað sér inn í þessum tímapunkti.   Fjármagnskostnaður er og nokkuð hærri en ráð var fyrir gert, sem skýrist að mestu á því að verðbólga fyrri hluta árs var hærri en sú meðalverðbólga, sem reiknað var með í fjárhagsáætlun.

Fjárfestingar eru sáralitlar sem engar einungis var gengið frá kaupum á nýjum slökkvibíl og löndunarkrana fyrir höfnina.

Þrátt fyrir að útgjöld sveitarfélagsins laun og önnur rekstrargjöld séu í samræmi viðfjárhagsáætlun er ljóst að halda þarf vel á spöðunum til þess að ná endum saman á árinu.

Að aflokinni yfirferð sveitarstjóra urðu allmiklar umræður, þar sem fundarmenn spurðu spurninga, sem sveitarstjóri svaraði.

 

8. mál. Fjárlaganefnd Alþingis fundur 27. sept. nk.

Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis, þar sem boðið er upp á viðtöl við fjárlaganefnd Alþingis dagana 27. og 28.  sept. nk.

Sveitarstjóra falið að ganga frá erindum til fjárlaganefndar Alþingis og mæta á fund nefndarinnar, en pantað hefur verið viðtal við nefndina 27. sept. nk. kl. 14.20.

 

9. mál. Aðalfundur Sambands Sveitarfélaga í fjórðungnum 24. -25. sept. nk. –Dagskrá.-

Lögð fram dagskrá aðalfundar Sambandsins, sem haldinn verður í Kúvík dagana 24. og 25. sept. nk.

Samþykkt að kjörnir fulltrúar Aðalfjarðarkaupstaðar mæti á fundinn.

 

10.mál Samningur um viðhald þjóðvega í þéttbýli

Lagður fram samningur milli Vegagerðarinnar og Aðalfjarðarkaupstaðar um veghald þjóðvega í þéttbýli .

Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

11. mál Ýmis mál og fundargerðir.

a)     Fundargerð stjórnar Samband ísl. Sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar sambands ísl. Sveitarfélaga frá 26. Ágúst sl.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 133968

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband